Selshamurinn

Leikfélagi Kópavogs · mið 1. jún kl. 20:00
Leikfélagi Kópavogs · fim 2. jún kl. 20:00
Selshamurinn

Það er hægara sagt en gert að vera sáttur við sjálfan sig, jafnvel þó að maður sé selur. Aron er að undirbúa fullkomið matarboð fyrir Elísabetu, unnustu sína. Þau eiga íbúð í blokk með glæsilegu útsýni yfir Kópavoginn. Í stigaganginum hjá þeim er fáklæddur maður að lesa Fréttablaðið. Selshamur er til þerris á ofni. Þetta er aðkomumaður og hugsanlega ekki maður. Aron er formaður húsfélagsins og getur ekki liðið kæruleysislega umgengni í blokkinni en Elísabet er á öðru máli og býður hinni ókunnugu veru inn á heimilið. Selshamurinn er nýtt og kómískt íslenskt óperuhandrit eftir Árna Kristjánsson og í tónlistarstjórn Matthildar Önnu Gísladóttur. Fluttar verða þekktar aríur og söngvar úr verkum á borð við Brúðkaup Fígarós, La Traviata og Hollendinginn fljúgandi.


Þátttakendur

handrit og leikstjórn
tónlistarstjóri og píanisti
Þorgrímur Darri Jónsson
ljósahönnuður
leikmynd og búningar
barítón