Mikkel Skorpen

tenór

20220425_mikkel-6

Norski tenórsöngvarinn Mikkel Skorpen (1990) stundaði nám í Hollandi við ArtEZ Hogeschool voor de kunsten in Zwolle og í Óperuakademíunni í Osló.

Á starfsárinu 2015-16 söng Mikkel í óperustúdíóinu við Opera National de Lyon. Árið 2018 þreytti hann frumraun sína í Norsku þjóðaróperunni sem Arturo í óperunni Lucia Di Lammermoor eftir Donizetti og söng þar einnig hlutverk Basilio in í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Chaplitsky í Spaðadrottningu Tchaikovsky, Un venditore di canzonette / Due amanti í Il Tabarro eftir Puccini, Arthur Jones í óperu Brittens Billy Budd, David Syngemester í Anne Pedersdotter eftir Braein og Aeneas í Dido & Aeneas eftir Purcell.

Þá söng hann hlutverk Mercury í óperu Offenbach, Orfeusi í undirheimum, árið 2021 og í tveimur uppfærslum í Bergen 2022, auk þess að syngja í Kammeróperunni í Piteå og á ferðalagi um Norður-Svíþjóð með Norrbotten NEO.

Styrktar- og samstarfsaðilar