Nana Bugge Rasmussen

Söngkona

NanaBuggeRasmussen_18676-1

Nana Bugge Rasmussen er dönsk mezzósópran-söngkona sem flytur gjarnan söngljóð, óperur og kirkjutónlist en hún hefur komið fram sem einsöngvari í óperum og óperettum í Danmörku og Þýskalandi.

Árið 2013 vann hún 3. verðlaun í Concorso Internazionale Musica Sacra-söngkeppninni í Róm og árið 2014 hlaut hún 2. verðlaun í Concours International de Chant Baroque-keppninni í Froville í Frakklandi. Frá árinu 2015 hefur hún tekið þátt í prógramminu „Den Unge Elite“ í Danmörku sem er styrkt af Danska listasjóðnum og felur í sér stuðning við hæfileikaríkt tónlistarfólk sem stefnir á alþjóðlegan feril.

Nana Bugge Rasmussen byrjaði ung að syngja og hóf menntun sína í Barnakór Konunglegu Dönsku Tónlistarakademíunni (RDAM) 8 ára gömul. Auk þess að sækja einkatíma í söng hjá Anne Margrethe Dahl, stundaði hún nám í heimspeki í Háskólanum í Kaupmannahöfn frá 2005-2007. Seinna fékk hún bæði inngöngu í RDAM í Kaupmannahöfn og Universität der Künste í Berlín. Árið 2010 lauk hún BA gráðu frá RDAM og mastersgráðu árið 2013 hjá Susönnu Eken.

Styrktar- og samstarfsaðilar