Nina Sætherhaug

mezzó-sópran

Nina

Nina Sætherhaug mezzó-sópran stundaði nám við Tónlistarháskólann í Noregi (NMH) og Óperuháskólann í Stokkhólmi. Frumraun hennar á óperusviði var í hlutverki Lisettu í óperu Haydn, Il mondo della Luna, í leikhúsi Drottningholm-hallarinnar árið 2008.

Nina er reglulega í einsöngshlutverkum í óperum og óratoríum og hefur haldið fjölmarga ljóðatónleika. Hún hefur sungið fyrir Opera South, DNO & B (svið 2), Opera Festival Weeks í Kristiansund, óperuhátíðir í Oslo og Vadstena, Opera di Setra og Tso Music Theater, West-Green House (London), Confindencen, tónlistarhúsið í Stavanger og menningarhúsið í Hjertnes. Þá hefur hún komið fram á fjölmörgum hátíðum og hlotið styrki, m.a. úr Tom Wilhelmsen styrktarsjóðnum og frá Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni.

Styrktar- og samstarfsaðilar