Snæfríður María Björnsdóttir

sópran

snæfríður

Snæfríður Björnsdóttir, sópran er búsett í Kaupmannahöfn og lauk mastersprófi frá Det Kongelige danske musikkonservatorium í júní hjá Evu Hess-Thaysen. Þar fékk hún tækifæri til að koma fram sem sólisti bæði með hljómsveitum og kórum. Hún kom fram sem Siduri í óperunni Gilgamesh eftir Per Nørgård, Sópraninn í Fjögurranótuóperunni eftir Tom Johnson og sem Eldurinn eða Le Fue í L’enfant e le sortilege eftir Maurice Ravel. Snæfríður starfar gjarna þvert á miðla og hefur gaman af að vinna náið með tónskáldum en hún er þekkt fyrir ríka tjáningu á sviði og músíkalsa næmni. Hún lagði stund á grunnnám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar, Hönnu Dóru Sturludóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Hún mun koma fram í nýskrifaðri danskri óperu í nóvember og tónleikaröð með samstarfsfólki sínu næstkomandi ár.

Styrktar- og samstarfsaðilar