Tryggvi Gunnarsson

Leikstjóri

Tryggvi Gunnarsson

Tryggvi Gunnarsson útskrifaðist úr The Norwegian Theatre Academy árið 2010. Í kjölfarið stofnaði hann leikhópinn Sómi þjóðar, en fyrsta verk hópsins var sýningin Gálma. Tryggvi var jafnframt handritshöfundur verksins, en sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna. 

Í kjölfarið komu verkin Punch, sem sýnt var hérlendis og í Noregi, Ég er Vindurinn, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. MP5 og Láttu bara eins og ég sé ekki hérna í Tjarnarbíói og loks frumraunin í óperuheiminum, Björninn.

Björninn var hannaður til að vera farandssýning sem sungin væri á subbulegum börum. Players í Kópavogi var fyrsta val, en svo fluttu sýningin sig um set á Dúfnahóla 10 í miðbænum. Í kjölfarið var óperunni boðið að taka þátt í menningarhátíð í Harjedalen í Svíþjóð.

Tryggvi hefur einnig lagt áherslu á að breyta óhefðbundnum rýmum í leikrými með áhugahópum. Þar ber helst að nefna Djamm er snilld sem sýnt var í einum af hitaveitutönkum Perlunnar, og Öskufall sem sýnt var í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsholti. Báðar sýningarnar voru unnar með Stúdentaleikhúsinu.