Vera Hjördís Matsdóttir
sópran

Hin hálf íslenska, hálf sænska sópransöngkona Vera Hjördís Matsdóttir lauk meistaragráðu í klassískum söng við Konunglega Tónlistarháskóla Í Den Haag árið 2024 undir handleiðslu Frans Fiselier. Þar áður lauk hún bakkalárgráðu við Listaháskóla Íslands vorið 2020. Kennarar hennar voru Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Við útskrift frá Listaháskólanum var Vera valin sem styrkhafi úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Hún var einnig í hópi þeirra 16 afburða námsmanna sem hlutu námsstyrk frá Landsbankanum vorið 2023. Vera hlaut sérstök verðlaun í Vox Domini árið 2024 fyrir besta flutning á verki eftir tónskáld keppninnar sem það ár var Hildigunnur Rúnarsdóttir. Hún kom fram á Opernfest Prague í Smetana Hall í júlí 2023 ásamt Sinfóníuhljómsveit.
Vera kemur reglulega fram sem einsöngvari hér á landi. Nýjustu dæmi telja þátttaka hennar í uppfærslu Kammeróperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Borgarleikhúsinu í hlutverki Barbarínu en einnig þátttaka hennar í óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Hliðarspor og í óperunni Brím eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson.
Í nóvember á síðasta ári kom Vera fram á Óperudögum í Norðurljósasal Hörpu þar sem hún ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur fluttu ljóðaflokkinn Frauenliebe und leben eftir R. Schumann í sviðsetningu eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Einnig hlaut Vera einsöngstónleika á tónleikaröðinni Velkomin heim í Hörpu ásamt Einari Bjarti Egilssyni píanóleikara. Vera fór með aðalhlutverkið í nýrri íslenskri óperu eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, SKJÓTA. Vera Hjördís gegndi einsöngs hlutverki í flutningi á Petite Messe Solennelle eftir Rossini í Salnum í Kópavogi undir stjórn Stefan Sand í maí síðastliðnum. Vera er ein af stofnendum Óratoríusveitarinnar sem er nýtt íslenskt tónlistarfélag og stendur að flutningi hinna ýmissa konsertverka.