Xun Yang

kontrabassaleikari

Xun

Xun Yang er leiðari kontrabassadeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Xun er fæddur í Xiamen í Kína og lærði á kontrabassa hjá Yang Mingling, Luo Bing og Chao Hui í Sjanghæ. Hann lauk B.A.-gráðu með láði við Mannheim Musikhochschule þar sem hann lærði hjá Petru Iuga.

Xun hlaut annað sæti í alþjóðlegu Koussevitzky-kontrabassakeppninni í St. Pétursborg árið 2016. Hann hefur leikið einleik með Fílharmóníuhljómsveitinni í Xiamen, Fílharmóníuhljómsveit Baden-Baden, Sinfonieorchester AufTakt Heidelberg og St. Petersburg Conservatory Orchestra. Xun lék með Sinfóníuhljómsveitinni í Singapore áður en hann tók við stöðu leiðara kontrabassadeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2019. 

Styrktar- og samstarfsaðilar