Andri Björn og Brák

Norðurljós, Harpa · sun 17. okt kl. 16:00
brák.jpg
Andri Björn Róbertsson bassa-baritónsöngvari og Barokkbandið Brák leiða saman hesta sína í einstakri franskri barokktónlistarveislu í Norðurljósum, Hörpu þann 17. Október næstkomandi. 
Á tónleikunum sem eru einskonar kammertónleikar, verður leikin þekkt tríó sónata eftir Francois Couperin sem og minna spiluð fiðlusónata eftir Jean-Marie LeClair og þar á milli verður fléttað inn dansandi hljóðfæratónlist Marin Marais. Andri Björn, sem mun á þessum tónleikum koma fram í fyrsta skipti með Brák, syngur kantötuna Aquilion et Orithie e. Jean Philippe Rameau og veraldlegu kantötuna Polipheme eftir tónskáldið Louis-Nicolas Clérambault. 

Andri Björn er rísandi stjarna í óperuheiminum í dag, og hefur nú þegar getið sér gott orðspor úti í heimi og mun hann án efa ásamt Brák gera þessa tónleika eftirminnilega!

Miðasala er hér

Þátttakendur

bassa-barítón