Og hvað svo? Málþing um listina og lofts­lags­málin

Harpa · fös 5. nóv kl. 16:00
Glacier Requiem

Aðgangur er ókeypis og ekki þörf á skráningu 

Málþingið er unnið í samstarfi Óperudaga, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, Heimis Freys Hlöðverssonar og Sverris Norland. Það verður haldið í Hörpu þann 5. nóvember í tengslum við viðburðina Ljóð fyrir loftslagið,Are we ok? og ljósmyndasýninguna Glacier Requiem. Athyglinni verður beint að listafólki og loftslagsmálunum og hvaða máli framlag þeirra til málaflokksins, skiptir. Er listin mikilvæg í þessu samhengi, hvað gerist þegar búið er að flytja/sýna listaverkið? Hafði það eitthvað að segja? Skiptir það máli í stóra samhenginu? Og hvað svo?

Þátttakendur í málþinginu eru: 

Kolbrún Halldórsdóttir
Ólafur Páll Jónsson
Unnur Björnsdóttir
Benedikt Erlingsson
Högni Egilsson

Sverrir Norland leiðir málþingið.

Glacier Requiem

Ljósmyndasýningin Glacier Requiem  er einhverskonar vísindaleg og ljóðræn nálgun á loftslagsumræðuna . Árið 2019 náði Heimir Freyr sér í sýni úr fimm skriðjöklum í Vatnajökli. Hann fór með sýnin á vinnustofuna og myndaði þau á meðan þau bráðnuðu.  Með því að kíkja inn í ísinn og stækka upp með macro linsum opnast fallegur heimur. Loftbólurnar og askan í ísnum eru eins eins og æðarkerfi og líffæri. Þetta er eins og að horfa með smásjá inn í lífveru og hver Jökull er með sín séreinkenni.  Sýningin er er partur af jökla sálumessu sem að listamaðurinn hefur verið að vinna í síðan 2019.

Are we OK?

Vatnið okkar, þessi dýrmæta en í senn viðkvæma auðlind, viðheldur andrúmsloftinu, höfunum og norðurslóðunum eins og við þekkjum þær í dag. Endanlegt hvarf jökulsins Ok vakti athygli á heimsvísu og varð til þess að við fórum að gefa vatni, hvort sem er í fljótandi, föstu eða gufuformi meiri gaum. Einnig hvernig hlýnun jarðar hefur og mun hafa áhrif lífið á jörðinni og alla okkar tilveru.
Í Are We OK? sem er m.a. innblásið af verkum Ólafs Elíassonar, Andra Snæs Magnason og Roni Horn, bjóða danshöfundurinn Daniel Roberts og tónskáldið María Huld Markan Sigfúsdóttir, áhorfendum í ævintýralegt ferðalag um einstakan arkítektúr Hörpu í splunkunýju verki sem skartar alþjóðlegum hópi dansara, tónlistarflytjenda og ljósameistara og gera þannig tilraun til að gera þessum stóru málefnum skil.

Ljóð fyrir loftslagið

Ljóð fyrir loftslagið var þema Óperudaga árið 2019 en það var innblásið af loftslagsaktívisma Gretu Thunberg og baltnesku söngbyltingunni árið 1989.
Á hátíðinni var efnt til ljóðakeppni fyrir grunnskólanema á Íslandi með ofangreindu þema en um 400 börn sendu inn ljóð um náttúruna, loftslagið, framtíðarsýn sína og drauma. Hugmyndin á bak við ljóðakeppnina var að að fá innsýn inn í hugarheim barna og viðhorf þeirra til þessara málefna og skapa um leið nýjan vettvang fyrir þau til þess að tjá sig í tónum, ljóðum og myndlist. Þannig var markmiðið einnig að efla þátttöku barna í menningarlífinu. Nokkur ungu ljóðskáldanna hlutu verðlaun fyrir ljóðin sín á lokatónleikum hátíðarinnar í Kaldaljósi í Hörpu.
Í kjölfarið voru nokkur ung norræn tónskáld fengin til að semja verk við sum ljóðin og önnur norræn barnaljóð. Nýju verkin verða frumflutt í Norðurljósum í Hörpu þann 6. nóvember og hljóðrituð. Um leið verður ný heimasíða opnuð þar sem ljóðin, tónverkin og teikningar barna munu birtast en hugmyndin með heimasíðunni er að börn geti áfram sent inn ljóð og lög til birtingar. Verkefnið hefur nú þegar breiða alþjóðlega vídd og unnið er að frekari þróun verkefnisins með tónlistarhátíðinni Nordic Song Festival í Svíþjóð.

Þátttakendur

listamaður/kvikmyndagerðarmaður
heimspekingur
rithöfundur
formaður stjórnar félags leikstjóra á íslandi

Styrktar- og samstarfsaðilar