Viðburður Óperudagar 2025

Ljóðaspjall og -söngur

Bókasafninu, Úlfarsdal · 18/10/25 at 12:00 PM
Untitled (Presentation)-3

Laugardaginn 18. október bjóða Óperudagar og Borgarbókasafnið upp á ljóðaspjall og -söng í Borgarbókasafninu í Úlfarsdal. Tilefnið er samstarf tónskáldsins Ingibjargar Azimu Guðlaugsdóttur við skáldin Gerði Kristnýju og Björgu Björnsdóttur. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir.

Skáldin tvö og tónskáldið munu þar rabba saman um tilurð nýrra tónverka sem Ingibjörg samdi við söguljóðið Urtu eftir Gerði Kristnýju sem og fjögur ljóð úr ljóðabókinni Árhringur eftir Björgu. Auk spjallsins verða fjórir nýjir dúettar við jafnmörg ljóð úr Árhring flutt af Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara og söngkonunum Bryndísi Guðjónsdóttur og Guju Sandholt. Um frumflutning á tveimur dúettanna er að ræða. Auk þess verður flutt stutt brot úr söguljóðinu Urtu.

Sunnudaginn 19. október og mánudaginn 20. október verður söguljóðið Urta frumflutt í Hafnarhúsinu (Listasafni Reykjavíkur) og er viðburðurinn liður í að vekja athygli á þeim stórviðburði í íslensku tónlistarlífi.

Við hvetjum alla ljóða- og tónlistarunnendur til að fjölmenna, spjalla saman um ljóð og hlýða á fallega nýja tónlist. Svo er auðvitað tilvalið að skella sér í sund í sundlauginni í Úlfarsdal fyrir eða eftir viðburðinn!

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Participants

Composer, trombonist
Björg Björnsdóttir
Rithöfundur
Gerður Kristný
Rithöfundur
Singer and Artistic Director