Litið um öxl
Hannesarholt · sun 21. okt kl. 12:15
![2018-09-30_13-09-57-4.jpg](/media/images/2018-09-30_13-09-57-4.2e16d0ba.fill-1200x800.jpg)
Ástríður Alda og Bjarni Thor kíkja í gamlar tónleikaskrár og setja saman efnisskrá úr vel völdum aríum og lögum sem þau hafa áður flutt á tónleikum.
Bjarna Thor þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum en hann hefur átt mikilli velgengni að fagna á erlendum óperusviðum. Hann hóf söngferil sinn í Vín og eftir að hafa starfað þar fastráðinn, syngur hann í lausamennsku við mörg stærstu óperuhús Evrópu, m.a. Berlín, París, Feneyjar, Verona, Róm, Lissabon, Barcelona, Amsterdam, Hamborg og München.
Eftir tónleikana gefst tónleikagestum kostur á að hlýða á stutt spjall við Bjarna þar sem fulltrúi Óperudaga forvitnast um nýjasta ævintýri hans í Kassel og hægt verður að spyrja hann spjörunum úr.
Miðar fást á tix.is
Þátttakendur
bassasöngvari og leikstjóri
píanóleikari