Kórtónleikar: Young Nordic Opera Choir

Norðurljós, Harpa · sun 29. okt kl. 18:00
YNOC

Nýstofnaði norræni kórinn Young Nordic Opera Choir kemur fram á lokatónleikum Óperudaga 29. október 2023.

Á efnisskránni eru perlur úr evrópsku óperubókmenntunum; kórar úr Turandot og Madame Butterfly (Puccini), Nabucco (Verdi), Fidelio (Beethoven) og Faust og Rómeó og Júlíu (Gounod). Með kórnum syngur baritónsöngvarinn Jóhann Kristinsson m.a. aríur úr Die Tote Stadt (Korngold) (Nielsen) og Cavalleria Rusticana (Mascagni). Um tónsprotann heldur hinn 31 árs Magnus Larsson sem hefur þegar tekið þátt í mörgum norrænum verkefnum, bæði á sviði óperu og sinfónískrar tónlistar. Louise Schrøder leikur á píanó.

Kórinn er skipaður ungum atvinnusöngvurum og langt komnum söngnemendum á aldrinum 18-35 ára frá öllum Norðurlöndunum en ungum söngvurum frá Norðurlöndunum gafst kostur á að sækja um stöðu í kórnum í vor. Kórinn þreytti frumraun sína á Óperuhátíðinni í Herning í Danmörku nú í ágúst en norræna samstarfsverkefnið varð að veruleika með tæplega 80 milljóna króna styrk frá A.P. Møller sjóðinum.

Miðasala

Þátttakendur

stjórnandi
píanóleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar