Magnus Larsson

stjórnandi

MagnusLarsson_FotoMathiasLovgreen_007-min-683x1024

Danski hljómsveitarstjórinn Magnus Larsson stundaði nám í Konunglegu tónlistarháskólunum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Á námsárunum vakti hann athygli og stjórnaði nokkrum af helstu sinfóníuhljómsveitum á Norðurlöndunum og hefur einnig fengist við að stjórna óperum. Samhliða starfinu sem hljómsveitarstjóri er Magnus með stöðu sem organisti í Holmens kirke í Kaupmannahöfn.

Á síðustu árum hefur hann stjórnað The Danish National Symphony Orchestra, The Royal Danish Orchestra, Copenhagen Phil, sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum í Álaborg, Árósum, Óðinsvé, Esbjerg og Randers og fjölda hljómsveita í Svíþjóð, t.d. í Norrköping og Gävle, NorrlandsOperaens Symphony Orchestra, Dalasinfoniettan, FolkOperans Orchestra, Lífvarðasveitunum í Danmörku og Svíþjóð, KammerensembleN, Norrbotten NEO og North Czech Philharmonia Orchestra.

Styrktar- og samstarfsaðilar