Viðburður Óperudagar 2025

Daðrað við tónlistargyðjuna í 70 ár

Norðurljós, Harpa · lau 25. okt kl. 20:00
daðrað

Tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar, glæný og gömul í bland.

Kammerkórinn Cantoque Ensemble flytur kórlög Jóhanns við ljóð Halldórs Laxness. Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Sigurður Flosason frumflytja nýsamið dúó fyrir sópran og tenórsaxófón við ljóð Dags Sigurðarsonar. Strengjaleikarar Camerarctica frumflytja nýja svítu fyrir strengi, „Frá Löngumýri til Piran“, auk þess sem þau ásamt Sigurði Flosasyni dusta rykið af syrpu af lögum ítalska kvikmyndatónskáldsins Nino Rota úr bíómyndum Fellinis, sem Jóhann setti saman og útsetti fyrir altsaxófón og strengi.

Tónleikarnir eru haldnir með stuðningi Tónlistarsjóðs og í samvinnu við Óperudaga, en á þeim vettvangi var í fyrrahaust frumflutt kammerverk Jóhanns, „Kall“, við samnefnt ljóð Þorvaldar Þorsteinssonar, og sömuleiðis nýtt tónlistarævintýri Jóhanns við frumortan texta hans, „Tumi fer til tunglsins“.

Tónleikar í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 25. okt. 2025 kl. 20.

Lengd: 60 mínútur.

Þátttakendur

kammerkór
sópran og stjórnandi
saxófónleikari
fiðluleikari
víóluleikari
sellóleikari

Miðasala

Finna miða