Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

sópran og hljómsveitarstjóri

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir (f. 2000) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2021 með tvöfalda bakkalársgráðu í fiðluleik og söng með hljómsveitarstjórn sem aukafag. Í vor lauk hún meistaranámi í söng við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi.

Ragnheiður söng og stjórnaði kammersveit á tónleikunum „Hvað syngur í stjórnandanum?“ á síðustu Óperudögum og frumflutti þrjú verk, samin fyrir tilefnið. Hún vann söngkeppnina Vox Domini vorið 2022, söng einsöngshlutverkið í 4. sinfóníu Mahlers með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í mars 2023 og kom fram á tónleikunum Ungir einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí 2023.

Vorið 2022 var hún ein sex ungra hljómsveitarstjóra sem valdir voru til tveggja ára náms við alþjóðlegu Malko hljómsveitarstjóraakademíuna í Kaupmannahöfn. Sem fiðluleikari hefur hún leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit MÍT, gegnt stöðu konsertmeistara Ungsveitar SÍ, Ungfóníunnar og Sinfóníuhljómsveitar MÍT og leikið í Orkester Norden og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ragnheiður var valin „bjartasta vonin“ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023.

Mynd: Francisco Javier Jáuregui

Styrktar- og samstarfsaðilar