Anna Halldórsdóttir

tónskáld

Anna_headshot_2023

Anna hefur komið víða við á sínum tónlistarferli. Hún lærði tónlist á Akranesi og í Reykjavík og tók þátt í ólíkum tónlistarverkefnum og hljómsveitastarfi ung að árum. Hún hefur gefið út 3 sólóplötur með sinni tónlist og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir fyrstu plötuna. Hún lærði upptökutækni erlendis og byrjaði að nýta sér þá þekkingu við gerð tónlistar og hljóðmyndar við kvikmyndir og heimildarmyndir.

Anna bjó og starfaði í New York borg í 15 ár og vann þar að mörgum tónlistarverkefnum og hefur einnig unnið að heimildarmyndum frá Mongólíu og hefur verið í samstarfi við tónlistarfólk þaðan. Árið 2017 flutti Anna heim og fékk fljótlega tækifæri til að semja tónlist og hljóðmynd fyrir tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu, Ég heiti Guðrún og Þitt eigið leikhús II, en einnig hefur hún tekið þátt í tveimur sýningum með hinu alþjóðlega leikfélagi Reykjavík Ensemble, Opening Ceremony og Polishing Iceland, þar sem hún samdi bæði tónlist og hljóðmynd.