Birgit Djupedal

Tónskáld

Birgit Djupedal

Birgit Djupedal (1994-) er tónskáld frá Bodø í Noregi. Auk þess að semja tónlist í fjölbreytilegum stílum, er hún hljóðfæraleikari og kórstjóri. Árið 2016 flutti Birgit til Reykjavíkur og hóf nám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Hróðmars I. Sigurbjörnssonar. Hún lauk við mastersgráðu í tónsmíðum vorið 2018. Tónlist hennar er akústísk, hefðbundin en með módernískum blæbrigðum, og verkin innihalda oftar en ekki einhvers konar gjörning. Birgit hefur samið tónlist fyrir ýmsa tónlistarhópa, þar á meðal Caput, Oslo Domkor, Dómkórinn í Reykjavík og kvennakórinn Impru, en þann kór stofnaði Birgit sjálf, ásamt því að stjórna og semja tónlist fyrir kórinn. Tónlist eftir Birgit hefur nýlega verið flutt, eða verður á næstu misserum flutt, á ýmsum tónlistarhátíðum, svo sem Festspillene í Bergen, Nordland miskkfestuke, Trondheim kammermusikkfestival, Ultima, Nordic Music Days, Sumartónleikum í Skálholti, þjóðlistahátíðinni Vöku og á Óperdögum í Reykjavík.

Styrktar- og samstarfsaðilar