Birgit Djupedal

Tónskáld

Birgit Djupedal

Tónskáldið Birgit Djupedal er búsett í Reykjavík en kemur frá Noregi. Auk þessa að semja tónverk af ýmsu tagi er hún organisti og kórstjóri.

Birgit hóf píanónám á barnsaldri og hefur líka lært orgelleik, en hún stundað nám á bæði þessi hljóðfæri við háskólann í Þrándheimi. Hún fluttist svo til Íslands og lauk við meistaragráðu við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Hróðmars I. Sigurbjörnssonar. Birgit hefur gaman af að semja tónlist fyrir ólíkar hljómsveitir og á ólíku erfiðleikastigi. Þess vegna er bæði að finna hefðbundnar og frjálslegar harmóníur í stórum hluta tónverka hennar.

Kammeróperuna Kornið má fella í þennan flokk. Birgit leikur sér að hljómgerðir og stíl, á mörkum hins hefðbundna og nýstárlega. Birgit hefur áður samið fjölda raddverka, en þetta er fyrsta óperan hennar. Óperan var unnin í samstarfi við rithöfundinn Ingunni Láru Kristjánsdóttir.