LJÓÐ FYRIR LOFTSLAGIÐ

Norðurljós, Harpa · lau 6. nóv kl. 14:00
medium_ljod.jpg

Ljóð fyrir loftslagið var þema Óperudaga árið 2019 en það var innblásið af loftslagsaktívisma Gretu Thunberg og baltnesku söngbyltingunni árið 1989. Á hátíðinni var efnt til ljóðakeppni fyrir grunnskólanema á Íslandi með ofangreindu þema en um 400 börn sendu inn ljóð um náttúruna, loftslagið, framtíðarsýn sína og drauma. Hugmyndin á bak við ljóðakeppnina var að að fá innsýn inn í hugarheim barna og viðhorf þeirra til þessara málefna og skapa um leið nýjan vettvang fyrir þau til þess að tjá sig í tónum, ljóðum og myndlist. Þannig var markmiðið einnig að efla þátttöku barna í menningarlífinu. Nokkur ungu ljóðskáldanna hlutu verðlaun fyrir ljóðin sín á lokatónleikum hátíðarinnar í Kaldaljósi í Hörpu. Í kjölfarið voru nokkur ung norræn tónskáld fengin til að semja verk við sum ljóðin og önnur norræn barnaljóð. Nýju verkin verða frumflutt í Norðurljósum í Hörpu þann 6. nóvember og hljóðrituð. Um leið verður ný heimasíða opnuð þar sem ljóðin, tónverkin og teikningar barna munu birtast en hugmyndin með heimasíðunni er að börn geti áfram sent inn ljóð og lög til birtingar. Verkefnið hefur nú þegar breiða alþjóðlega vídd og unnið er að frekari þróun verkefnisins með tónlistarhátíðinni Nordic Song Festival í Svíþjóð.


Verkefnið er styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Loftslagssjóði og Barnamenningarsjóði.

Þátttakendur

tónskáld, píanóleikari og söngkona
flauta/altflauta
tónskáld
slagverksleikari
listrænn stjórnandi og söngkona
mezzósópran
mezzósópran og kórstýra
bass-baritón
bass-baritón
tónskáld og fiðluleikari
tónskáld
tónskáld