Sofie Meyer

Tónskáld og fiðluleikari

Sofie Meyer

Sofie Meyer er danskt tónskáld og fiðluleikari. Hún lærði á fiðlu í Konunglega Tónlistarháskólanum í Danmörku og er núna í tónsmíðanámi hjá Helenu Tulve í Tallin. Sem tónskáld hefur hún farið á námskeið hjá Chaya Czernowin, Toshio Hosokawa, Zygmunt Krause og Bent Sørensen. Sofie hefur hlotið styrk til náms frá Augstinus Fonden, Dansk Musiker Forbund og Habitat for Music. 

Sofie hefur ferðast um alla Evrópu til að vinna með ólíkum tónlistarhópum, bæði sem tónskáld og sem fiðluleikari. Hún hefur einnig starfað sem kennari og hefur tekið þátt í skólatónleikum með það að markmiði að ungt fólk kynnist klassískri tónlist og heillist af. Það er mikilvægt fyrir Sofie að vinna með börnum og hefur hún lagt mikla áherslu á það. 

Styrktar- og samstarfsaðilar