Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir

Sópran

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, sópran, stundar söngnám við Listaháskóla Íslands. Hún lauk framhaldsprófi í söng frá Söngskóla Sigurðar Demetz undir handleiðslu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og var virkur nemandi Söngleikjadeildar skólans ásamt því að vera í kór skólans. Þar tók hún þátt í tónleikum og söngleikjum og fór m.a. með aðalkvenhlutverkið í Kysstu mig Kata vorið 2020 ásamt því að hljóta fullan skólastyrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar fyrir veturinn 2019-2020. Hrafnhildur hefur einnig kennt dans og samið sviðshreyfingar og dansa fyrir Óperu- og Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz.