Frank Aarnink

Slagverksleikari

frankaarnink.jpg

Frank stundaði nám í leik á slagverki í Hilversum sem og Amsterdam í Hollandi. Sem flytjandi hefur hann komið fram með mörgum af helstu sinfóníuhljómsveitum Hollands og hefur einnig tekið þátt í fjölda óperu- og söngleikjauppfærslum þar í landi. Frá árinu 2001 hefur Frank verið fastráðinn sem slagverks- og pákuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með ólíkum flytjendahópum og starfað náið með hérlendum tónskáldum að flutningi verka þeirra. Þá helst sem annar helmingur tvíeykisins, Duo Harpverk, sem skipað er honum og Katie Buckley hörpuleikara, sem hefur allt frá árinu 2007 pantað hátt upp í 70 ný verk fyrir hörpu og Slagverk og flutt víða um heim.  www.sinfonia.is www.duoharpverk.com

Styrktar- og samstarfsaðilar