Tilveran

Háteigskirkja · sun 3. nóv kl. 15:00
Screen Shot 2019-10-06 at 22.57.29.png

Gæti ég lesið ljóð jarðar, eitt andartak? Ef myndi ég syngja, syngja þér ljóð...eru brot úr ljóðum eftir Snorra Hjartarson og Marinellu Arnórsdóttur. Tónleikarnir Tilveran eru eins konar óður til jarðarinnar þar sem tónskáldin Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal bjóða áhorfendum inn í þá tilveru sem að þær hafa skapað með verkum sínum. Þær leggja áherslu á að búa til heim þar sem öll verkin tengjast og mynda eina heild þrátt fyrir að vera sjálfstæð verk. Ljóð Snorra Hjartarsonar og nýsamin ljóð eftir Marinellu Arnórsdóttur veittu meðal annars innblástur að verkunum, en þar mætast einnig ólíkir menningarheimar tónskáldanna og flytjenda í orgelleik, söng, klassík, djass, spuna og raftónlist. Tónleikarnir voru frumfluttir á tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti síðasta sumar en verða nú fluttir í fyrsta skipti í Reykjavík. Þær flytja verkin sjálfar ásamt sópransöngkonunni Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur. 

Tónleikarnir verða haldnir í Háteigskirkju sunnudaginn 3. nóvember kl 15:00 og taka um klukkustund.

Þátttakendur

tónskáld
tónskáld, píanóleikari og söngkona

Styrktar- og samstarfsaðilar