Catherine Maria Stankiewicz

Sellisti

Catherine Maria Stankiewicz

Catherine Maria Stankiewicz stundaði sellónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands hjá Gunnari Kvaran, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurgeiri Agnarssyni. Í kjölfarið lærði hún við Tónlistarháskólann í Bern hjá Prof. Conradin Brotbek. Ennfremur lauk hún meistaranámi í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hún hefur einnig notið leiðsagnar ýmissa virtra sellóleikara á borð við: Erling Blöndal Bengtsson, Mischa Maisky, Pieter Wispelwey og Thomas Demenga. Á námsárum sínum hóf hún tilraunir með óhefðbundnari fluttningsleiðir og samspil mismunandi listforma í rauntíma og spuna. Catherine hefur samið fjölmarga tónlistargjörninga og staðið að samstarfsverkefnum sem flutt á Íslandi og í Svíþjóð, Lettlandi, Sviss og Bandaríkjunum. Þar að auki hefur hún verið virkur þátttakandi sem sellóleikari í íslensku tónlistarlífi undanfarin misseri, spilað tónleika með fljölbreyttum kammerhópum og með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir sellóleik sinn í Houston einleikarakeppninni og unnið heiðurs verðlaun M.Earl Johnson fyrir að vera leiðandi á sínu sviði. Hún var gestakennari Cresendo Summer Institute árið 2016 og í kjölfarið varð hópurinn Ensemble Estelliah til sem flutti spunnin nútímaverk í Þingvallakirkju, byggð á náttúrunni á Þingvöllum. Það var svo gefið út á geisladisknum Creation sumarið 2017.

Styrktar- og samstarfsaðilar