Plastóperan

Safnahúsið · sun 21. okt kl. 14:00
Safnahúsið · sun 21. okt kl. 16:00
Vogaskóli · þri 23. okt
plastóperumynd.png

ÓKEYPIS AÐGANGUR - PANTIÐ SÆTI!

Plastóperan er glæný ópera fyrir börn og foreldra eftir Gísla Jóhann Grétarsson og Árna Kristjánsson. Hún fjallar um feðginin, Kristin og Eldeyju, sem eyða deginum saman heima hjá sér á starfsdegi í skólanum. Draumar Eldeyjar um að geta leikið við pabba sinn verða að engu þegar kemur í ljós að Kristinn þarf að skrifa skýrslu fyrir hundleiðinlegt plastfyrirtæki. Eldey vill ná til pabba síns en það reynist erfitt þegar hann er í álögum þessa plastskrímslis.


Tvær sýningar verða þann 21. október í Safnahúsinu við Hverfisgötu, kl 14:00 og kl 16:00.
Aðgangur er ókeypis en tryggið ykkur pláss með því að taka frá miða með því að ýta á þennan hlekk og skrá ykkur: 


https://goo.gl/forms/n0rcDJT8YLKBKdkB2


Sjáumst!


Plastóperan er styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og Tónlistarsjóði

Þátttakendur

handritshöfundur og leikstjóri
klarinettuleikari
leikmynda- og búningahönnuður