Opnun Ljóðadaga - Tónleikar fyrir loftslagið

Hátíðarsalur Háskóla Íslands · Mið 30. okt kl. 12:30
tonleikar_web (1).png

Á opnunartónleikum Ljóðadaga Óperudaga frumflytja Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanisti, Catherine Maria Stankiewicz, sellóleikari og Guja Sandholt, söngkona, íslensk og erlend verk sem öll eiga það sameiginlegt að vera einhvers konar óðar til náttúrunnar og umhverfismála.

Í tilefni af tónleikunum og hátíðinni, samdi Gísli Jóhann Grétarsson nýtt verk, Greta's Song, við texta úr ræðum Gretu Thunberg og munu tónlistarkonurnar þrjár frumflytja það á tónleikunum. Að auki frumflytur Catherine Maria eigið verk sem er tileinkað Vatnsmýrinni.

Að tónleikunum loknum hvetja aðstandendur Ljóðadaga tónleikagesti og aðra sem kynnu að hafa áhuga, að mynda sönghring fyrir utan Háskóla Íslands frá klukkan 13:05 til 13:10 og syngja saman til að hvetja stjórnvöld og almenning til aðgerða í loftslagsmálum. Upplýsingar um sönghringinn má finna hér á heimasíðunni á allra næstu dögum. Að því loknu er öllum boðið í ókeypis loftlsagssúpu í Norræna húsinu meðan birgðir endast!


Fram koma

píanóleikari
listrænn stjórnandi og söngkona