Egill Gunnarsson

Kórstjóri

Egill Gunnarsson

Egill Gunnarsson hefur stjórnað Góðum grönnum frá árinu 2013. Hann lærði klassískan gítarleik og söng við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk prófi í tónsmíðum frá sama

skóla árið 1992 þar sem aðalkennarar hans voru Snorri Sigfús Birgisson og Haukur Tómasson. Egill var stjórnandi Háskólakórsins 1995-2000. Frá 2000-2008 stundaði hann

framhaldsnám í tónsmíðum, raftónlist og kvikmyndatónlist í Scuola civica di musica í Milano. Eftir að námi lauk hefur hann starfað við kennslu, tónsmíðar og útsetningar, söng og kórstjórn. Auk Góðra granna stjórnar hann nú Raddbandafélagi Reykjavíkur. Þá hefur hann stýrt kórum og sönghópum við ýmis tækifæri, s.s. Voces masculorum og Hljómeyki.

Styrktar- og samstarfsaðilar