Elísabet Jökulsdóttir

ljóðskáld

Elísabet Jökuls

Elísabetu Jökulsdóttur þarf vart að kynna en fyrsta bók hennar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989 og síðan hefur hún sent frá sér fjölda bóka: ljóð, sögur og skáldsögur. Hún hefur einnig skrifað fjölda leikrita sem sett hafa verið upp hér á landi og erlendis og framið ýmsa gjörninga sem hafa meðal annars birst í Ríkissjónvarpinu. Ljóð hennar hafa birst í safnbókum og tímaritum hér heima og erlendis.

Ljóðabók hennar Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett kom út árið 2014. Hún fékk fádæma góðar viðtökur og hlaut Fjöruverðlaunin auk þess að vera tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Styrktar- og samstarfsaðilar