Hildigunnur Einarsdóttir

Söngkona

Hildigunnur Einarsdóttir

Hildigunnur Einarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Signýjar Sæmundsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðadóttur og stundaði framhaldsnám hjá Janet Williams í Berlín og hjá Jóni Þorsteinssyni í Utrecht. Hún hefur einnig lokið B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Hún stjórnar Kvennakórnum Kötlu ásamt Lilju Dögg Gunnarsdóttur og ÁR kórnum og er leiðbeinandi og söngkennari hjá söngskólanum Domus vox og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hildigunnur kemur reglulega fram sem einsöngvari með kórum og hljóðfæraleikurum og mun fara með hlutverk Grimgerde í Valkyrjunum eftir Wagner á Listahátíð 2022. Hildigunnur var tilnefnd til íslensku tónlistaverðlaunanna 2014 sem söngkona ársins.