Jóhann Kristinsson
Söngvari
Baritónsöngvarinn Jóhann Kristinsson hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Á þessu ári hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngvari ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Hann sigraði hina virtu söngkeppni „Stella Maris“, þar sem hann hlaut einnig dómnefndarverðlaun Wiener Musikverein, auk þess sem hann hlaut þriðja sæti og áheyrendaverðlaun alþjóðlegu söngkeppninnar „Das Lied“ í Heidelberg. Þar að auki komst hann í úrslit alþjóðlegu Robert Schumann keppninnar í Zwickau.
Hann útskrifaðist með meistaragráðu og hæstu einkunn úr tónlistarháskólanum „Hanns Eisler“ í Berlín. Auk þess hefur hann notið leiðsagnar Kristins Sigmundssonar, Thomas Quasthoff, Júlia Várady og Thomas Hampson meðal annarra. Frá 2017 til 2019 var hann meðlimur óperustúdíós Ríkisóperunnar í Hamborg og hefur síðan þá reglulega komið þar fram sem gestur.
Jóhann hefur unnið með virtum hljómsveitarstjórum eins og Herbert Blomstedt, Bertrand de Billy, Kent Nagano, Sir András Schiff og Sylvain Cambreling. Hann hefur m.a. komið fram á Heidelberger Frühling, Oxford Lieder Festival, Martha Argerich Festival, Dresden tónlistarhátíðinni og Schubertiade Hohenems. Þar að auki hefur hann sungið með virtum hljómsveitum eins og BRSO Sinfóníuhljómsveitinni, Orchestre National du Capitole de Toulouse, Trondheim Sinfóníuhljómsveitinni, Internationale Bachakademie Stuttgart, Copenhagen Phil, Philharmoniesches Staatsorchester Hamburg, Hamburger Symphoniker, Kölner Kammerorchester, Basque National Orchestra, Sænsku Útvarpshljómsveitinni, Íslensku Sinfóníuhljómsveitinni og Bamberger Symphoniker.