Margrét Hrafnsdóttir

Söngkona

Margrét Hrafnsdóttir
Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona lauk 8. stigi í söng hjá Sieglinde Kahmann frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1998. Hún lauk samhliða því 8. stigi á píanó hjá Selmu Guðmundsdóttur. Margrét lauk söngkennara- og einsöngvaradiplóm frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart undir handleiðslu Michiko Takanashi, Robert Hiller og Franzisco Araiza. Einnig lauk hún prófi frá ljóðadeild Tónlistarháskólans í Stuttgart þar sem Cornelis Witthoeft var aðalkennari hennar. Margrét hlaut styrk hjá Wagner-félaginu í Stuttgart til að halda til Bayreuth og sjá 3 óperur á Bayreuth-tónlistarhátíðinni og í framhaldi af því var henni boðið að halda tónleika hjá Wagner-félaginu. Margrét hefur sótt námskeið hjá fjölmörgum söngvurum, m.a. Elly Ameling og Christoph Pregardien og haldið tónleika í Þýskalandi, Íslandi, Sviss og Ítalíu.

Árið 2007 gaf Margrét geisladisk með íslenskum þjóðlögum með heitinu Hjartahljóð, ásamt Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara. Ólöf og Margrét fengu styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna sem nýttur var til smíði lagabálksins Heimtur eftir Ingibjörgu Azimu. Heimtur var frumflutt í Berlín árið 2011 og árið 2015 kom út geisladiskurinn Vorljóð á Ýli með verkum Ingibjargar Azimu, í flutningi Margrétar og fleiri.

Styrktar- og samstarfsaðilar