Thomas Hammel
leikstjóri

Thomas Hammel er franskur málvísindamaður sem sérhæfir sig í táknmálum. Hann útskrifaðist með meistaragráðu frá rannsóknaháskólanum PSL í vitsmunavísindum árið 2019, þar sem hann lagði meðal annars stund á hljóðkerfisfræði táknmála og merkingarfræði í samhengi tónlistar.
Hann flutti til Íslands eftir útskrift, tók þátt í verkefni til að kortleggja hljóðkerfisfræði íslensks táknmáls, og hefur kennt Inngang að málvísindum táknmála við Háskóla Íslands.
Ásamt áhuga hans á kennslufræðum hefur hann ástríðu fyrir að finna nýjar leiðir til að tengja menningarheima. Þrátt fyrir að hafa lengi stundað tónlist sem áhugamál þreytti hann frumraun sína sem stjórnandi á frumsýningu Look at the Music á Óperudögum 2022. Hann er stjórnandi verkefnisins og forseti Art Across.