Thomas Hammel

leikstjóri

LookMusic-Thomas

Thomas er franskur málvísindamaður sem sérhæfir sig í hljóðfræði og hljóðkerfisfræði táknmála. Hann lauk meistaranámi í vitsmunavísindum í háskólanum Paris Sciences et Lettres árið 2019. Að því loknu flutti hann til Íslands og tók þátt í verkefni með það að markmiði að kortleggja fónem íslenska táknmálsins. Hann mun kenna Inngang að málvísindum táknmála í vor. Með langa reynslu af kennslu og fræðslustarfsemi hefur hann mikla ástríðu fyrir því að mynda tengsl á milli menningarheima og deila upplifunum. Hann lærir klassískan söng í frítíma sínum og er meðlimur Háskólakórsins ásamt því að hafa verið formaður skemmtinefndar kórsins 2021-2022.