Söngheimsóknir á hjúkrunarheimili

Ýmis hjúkrunarheimili · fim 4. nóv
söngheimsóknir.jpg

Óperudagar standa fyrir söngheimsóknum á hjúkrunarheimili í bænum í samstarfi við söngnemendur í LHÍ. Þá gefst heimilisfólki tækifæri til að hlýða á langt komna nemendur flytja stutta en fjölbreytta dagskrá og í lokin fá allir að syngja með.