Kaffikantatan
Hér og þar

Lísa getur ekki hætt að drekka kaffi og gerir pabba sinn gráhærðan með stanslausri kaffidrykkju. Íbúar Kópavogs gætu orðið varir við þau feðgin á förnum vegi á Óperudögum í Kópavogi.
Kaffikantatan eftir J.S.Bach var samin í kringum árið 1732 og hefur notið mikilla vinsælda æ síðan. Evrópubúar komust upp á lagið með að drekka kaffi í lok 17. aldar og hafa ætíð síðan verið veikir fyrir því - ekki að ástæðulausu!
Kaffikantatan er tilvalin til flutnings á kaffistofum bæjarins - fyrirtæki eru hvött til að hafa samband til að fá feðginin í heimsókn!
„Óþekktin þín!
Þú stelpuskjáta!
Æ! Hvenær ferð' að haga þér?
Og hætt' í kaffinu, svei mér?“
Þátttakendur
píanóleikari
söngkona
barítón
tenór
flautuleikari