Viðburður Óperudagar 2025

Wagnerkrakkar

Norðurljós, Harpa · sun 26. okt kl. 12:00
Wagner_children_2550x1700

Óperuævintýri með Rínardætrunum

Krökkum, forráðamönnum og öðru Wagner-áhugafólki er boðið í ferð inn í töfraheim hringsins, gullsins og hetjanna. Rínardæturnar leiða áhorfendur í gegnum söguna af goðunum með söng, leik og tónlist, þar sem hinn stórbrotni hljóðheimur Wagners verður aðgengilegur og lifandi fyrir unga hlustendur. Áhorfendur fá að kynnast hetjum og skúrkum, guðum og skrímslum í óperuheimi sem heillar bæði börn og fullorðna. Handrit og leikstjórn er í höndum Bjarna Thors Kristinssonar.

Komið og upplifið spennandi tónleikadagskrá fyrir alla fjölskylduna!

Tónleikarnir taka tæpa klukkustund.

Þátttakendur

Söngkona
Bassasöngvari og leikstjóri
Listrænn stjórnandi og söngkona
Píanóleikari
Justin Mange
hornleikari

Miðasala

Finna miða