Lilja Guðmundsdóttir

sópran

Lilja portrait 2020

Lilja Guðmundsdóttir sópran ólst upp á Kópaskeri og stundaði söngnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, við Söngskóla Sigurðar Demetz og í The Music and Arts University of the City of Vienna. Þaðan lauk hún Mastersprófi haustið 2015 með fyrstu einkunn. Hennar helstu kennarar voru Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Uta Schwabe. Á námsárunum söng Lilja Næturdrottninguna í Töfraflautunni hjá Ohpera og í Suor Angelica hjá Theater and der Wien. Hér heima hefur hún sungið hlutverk Donnu Elviru úr Don Giovanni með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Frasquitu í Carmen og Second Niece í Peter Grimes hjá Íslensku óperunni og Madame Herz í Schauspieldirektor í Iðnó. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Salon Islandus, The Festival Orchestra Wien og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lilja hefur sungið á ótal tónleikum í Austurríki, Frakklandi, Búlgaríu, Finnlandi, Þýskalandi og á Íslandi. Lilja hefur hlotið styrki úr Minningarsjóði Sigurðar Demetz og úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Lilja fór með hlutverk álfkonunnar Unu í óperunni Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur í september 2022. 

Styrktar- og samstarfsaðilar