Óperukvöldverður í Iðnó - Così fan tutte

Iðnó · mið 26. okt kl. 19:00
Iðnó · fim 27. okt kl. 19:00
a18e4985fd89d2ab0fb7988014c9e81a

Óperukvöldverður í Iðnó - Così fan tutte eftir Mozart er fyrsta óperuuppfærsla Kammeróperunnar sem er nýstofnað tónlistarfélag á Íslandi. Sýningin býður upp á einstaka kvöldstund fyrir áheyrendur þar sem þau snæða þriggja rétta kvöldverð á vegum Iðnó og hlýða í leiðinni á skemmtilegan, frjálslegan en faglegan flutning á óperunni Così fan tutte. Óperan verður flutt í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn. Það er trú okkar að þegar óperuverk eru flutt á móðurmáli flestra áheyrenda og flytjenda að upplifun þeirra á verkinu verði áhrifameiri og ánægjulegri.

Þegar áheyrendur mæta í Iðnó stíga þau inn í tímavél sem flytja þau til Reykjavíkur í byrjun 20. aldar. Flytjendur eru í hlutverkum staðarhaldara Iðnó, þjóna til borðs og leika í kringum áheyrendur sem njóta matar, drykkjar, söngs og hljóðfæraleiks fram eftir kvöldi. Létt andrúmsloft ríkir yfir söguþræði verksins en þótt dramtíkin sé vissulega til staðar þá er húmorinn rauður þráður í óperunni.

Bjarni Thor Kristinsson leikstýrir sýningunni og Gísli Jóhann Grétarsson er hljómsveitarstjóri. Söngvarar eru Unnsteinn Árnason sem Guglielmo, Eggert Reginn Kjartansson sem Ferrando, Kristín Sveinsdóttir sem Dorabella, Lilja Guðmundsdóttir sem Fiordiligi, Jón Svavar Jósefsson sem Don Alfonso og Jóna G. Kolbrúnardóttir sem Despina.

Kór - Nemendur Söngskólans í Reykjavík

Leikstjórn og þýðing yfir á íslensku – Bjarni Thor Kristinsson

Umsjón búninga og leikmuna – Unnur Sif Geirdal og Veronika Ómarsdóttir

1.fiðla – Páll Palomares
2.fiðla – Helga Þóra Björgvinsdóttir
Víóla – Hafrún Birna Björnsdóttir
Selló – Hrafnkell Orri Egilsson
Semball – Halldór Bjarki Arnarson
Klarinett – Símon Karl Sigurðarson Melsteð

HÚSIÐ OPNAR 18:15

MIÐASALA

Kammeróperan er nýstofnað tónlistarfélag á Íslandi. Markmið Kammeróperunnar er að skapa vettvang fyrir smærri óperu verkefni, gera upplifun áhorfenda óformlegri en tíðkast hefur og óperu aðgengilegri. Kammeróperur eru starfandi víða um heim en þar eru settar á stokk þekkt og óþekkt óperustykki með smærra sniði en tíðkast í stærri óperuhúsum, flytjendur eru oft ungir og kammerhljómsveit leikur í stað hljómsveitar í fullri stærð.

Stofnendur Kammeróperunnar eru Eggert Reginn Kjartansson tenór, Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Unnsteinn Árnason bassi.

Þau byrjuðu ung að koma fram saman í Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og síðan lá leið þeirra allra til Vínarborgar í söngnám. Nú eru þau öll búsett hérlendis eftir nám og vilja þau taka virkan þátt í að efla óperulistformið á Íslandi.

Óperan
Così fan tutte er ein þekktasta og vinsælasta ópera hins mikla meistara Mozarts en hefur ekki verið flutt á Íslandi síðan 2008 af óperustúdíó Íslensku óperunnar. Óperan fjallar um tvo vini, Guglielmo og Ferrando sem fara í veðmál við Don Alfonso sem er eldri og þykist vitrari. Don Alfonso telur að allar konur séu ótrúar, eða allar konur eins (líkt og tiltillinn, Cosi fan tutte, gefur til kynna). Þeir ákveða að dulbúa sig og sanna það fyrir Don Alfonso að þeirra kærustur Fiordiligi og Dorabella séu vissulega trúar sama hvað. Þetta hefur í för með sér skemmtilega og fyndna atburðarás sem endar með ósköpum.

Þátttakendur

söngvari og leikstjóri
tónskáld og stjórnandi
sópransöngkona
mezzó-sópran
fiðluleikari
sellóleikari
klarinettleikari
semballeikari