Símon Karl Sigurðarson

Klarinett

Símon Karl Sigurðarson

Símon Karl (f. 1994) hóf nám í klarínettuleik 9 ára gamall með Skólahljómsveit Austurbæjar. Hann fluttist svo til Stykkishólms þar sem hann hélt áfram námi í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi. 15 ára hóf hann að sækja tíma hjá Guðna Franzsyni sem varð svo kennari hans í FÍH, þar sem hann hóf nám 16 ára gamall. Þar sótti hann einnig spunatíma hjá Sigurði Flosasyni og Hilmari Jenssyni. Hann útskrifaðist svo með framhaldspróf í klassískum klarínettuleik frá FÍH árið 2015. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann sótti tíma hjá Freyju Gunnlaugsdóttur. Hann útskrifaðist svo með burtfararpróf vorið 2017.

Símon hefur einnig tekið þátt í öðrum tónlistarflutningi, er meðlimur í Hamrahlíðarkórnum ásamt því að vera söngvari í Salsakommúnunni.

Hann stundar nú nám í klassískum klarínettuleik við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar.

www.facebook.com/simonmelsted
www.facebook.com/salsakommunan