Síminn - ópera fyrir áhrifavalda

Norðurljós, Harpa · sun 29. okt kl. 15:15
SMN_web

Síminn - ópera fyrir áhrifavalda eftir Gian Carlo Menotti í íslenskri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar og í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur verður flutt á lokahátíð Óperudaga í Norðurljósum í Hörpu, þann 29. október kl. 15:15. Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Áslákur Ingvarsson barítón flytja verkið við undirleik hljómsveitar Óperudaga, undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Óperan Síminn eða Ástarþríhyrningurinn, frá árinu 1952, fjallar um vandræði lögfræðingsins Ben við að biðja um hönd Lúsí kærustunnar sinnar. Spaugileg samskipti þeirra eiga ekki síður við nú, 70 árum síðar, á tímum snjallsímavæðingar. Verkið hefur verið heimfært til dagsins í dag og sýnir inn í heim samfélagsmiðlastjörnunnar Lúsíar sem alltaf er upptekin í símanum, sem setur eðlileg samskipti þeirr á milli í þröngar skorður. Sýningin er um 25 mínútur að lengd.

Miðasala

Þátttakendur

hljómsveitarstjóri
leikstjóri
hönnuður og framleiðandi
fiðluleikari
fiðluleikari
sellóleikari
kontrabassaleikari
flauta/altflauta
óbóleikari
trompetleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar