Bergdís Júlía Jóhannsdóttir

Leikstjóri

BergdiÌ s-6

Bergdís Júlía er leikkona, leikstjóri, móðir, ljóðaunnandi og sérleg áhugamanneskja um mannfólk, náttúruna, tónlist og pizzagerð. Hún útskrifaðist frá Rose Bruford College 2013 og stofnaði þar leikhópinn Spindrift Theatre. Með hópnum hefur hún sett á svið leikverk bæði hér á landi og erlendis. Bergdís leikstýrði síðasta vetur tónleikhús verkinu Skemmtilegt er myrkrið eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, sem sýnt var á Óperudögum í Kaldalóni, Hörpu. Hún er óhrædd við að skoða möguleika leiklistar, kennir ungu fólki leiklist, starfar sem sjúkrahúss trúður hjá Barnaspítalanum og leiðir smiðjur fyrir samtökin Okkar heimur. Bergdís stundar nú meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands.


Ástin ein taugahrúga er þriðja verkið sem Bergdís leikstýrir fyrir Spindrift.

https://www.bergdisjulia.com/

http://spindrift.team/

Styrktar- og samstarfsaðilar