Bergdís Júlía Jóhannsdóttir

Leikstjóri

BergdiÌ s-6

Bergdís Júlía er leikkona, móðir, ljóðaunnandi og sérleg áhugamanneskja um mannfólk, náttúruna, tónlist og pizzagerð. Hún útskrifaðist frá Rose Bruford College 2013 og stofnaði þar leikhópinn Spindrift Theatre en með honum hefur hún sett á svið leikverk bæði hér á landi og erlendis og sýnir á næsta ári leikverkið THEM í Tjarnarbíói. Hún hefur einnig leitt með þeim vinnustofur víðsvegar fyrir atvinnuleikara. Hún hefur einnig starfað með Leikhópnum Lottu og sænska feminíska dúóinu Blaue Frau. Ásamt því að leika fyrir framan myndavélina og á sviði hefur Bergdís fundið ástríðu og áhuga leikstjórn og leikstýrir um þessar mundir tónleikhús verkinu Skemmtilegt er myrkrið sem sýnt verður í Kaldalóni, Hörpu. Bergdís er óhrædd við að skoða möguleika leiklistar, kennir ungu fólki leiklist, starfar sem sjúkrahúss trúður hjá Barnaspítalanum og leiðir smiðjur fyrir samtökin Okkar heimur.

https://www.bergdisjulia.com/

http://spindrift.team/