Sommerhus

Hljómsveit

Sommerhus

Söngkonan og lagahöfundurinn Vera Jessen Jührend og söngvarinn og bassaleikarinn Peter Jessen tóku upp plötuna ‘Is there such a thing as too much love?’, í Danmörku í sumarhúsi Jessen fjölskyldunnar (þaðan kemur nafn hljómsveitarinnar). Þetta er seinni hljómplata þeirra, en sú fyrri var Sommerhus, nefnd eftir hljómsveitinni. Vera og Peter unnu saman áður á fyrri plötum Veru, “Leave a Line” (2009) og “Bubbles & Bones” (2011).

Sommerhus kynntu hluta af lögum nýju plötunnar, á stofutónleikum sem voru hluti af Óperudögum í Rotterdam árið 2015. 

Þau unnu saman með bandaríska leikstjóranum Timothy Nelson að nýrri útsetningu á óperunni L’Orfeo eftir Claudio Monteverdi. Sú vinna, ásamt tónleikaferðalgi í Suður-Afríku og Swazilandi árið 2014 og ótal stofutónleikum í Hollandi höfðu mikil áhrif á plötuna ‘Is there such a thing as too much love?’

Tónlist þessa tvíeykis frá Rotterdam einkennist af kammer-poppi með klassísku þema og innilegum dúettum fyrir tvær raddir, órafmagnaðan gítar og kontrabassa. ‘Is there such a thing as too much love?’ var gefið út af QuiteQuiet Records, sem er hollenskt útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í lágstemmdri og órafmagnaðri popptónlist.

Styrktar- og samstarfsaðilar