SYSTEMET

Kaldalón, Harpa · mán 23. okt kl. 20:00
Kaldalón, Harpa · þri 24. okt kl. 20:00
Kimen_some_bred

SYSTEMET er gamansöm kammerópera um skandinavíska velferðarkerfið. Texti og tónlist eru eftir Odu Fiskum og Gísla J. Grétarsson. Framleiðandi: Operakollektivet í samstarfi við Óperudaga.

SYSTEMET er hornsteinninn í sósíal-demókratíska samfélagssáttmálanum en það virkar ekki alveg eins og ætlast er til. Notendur fá aðstoð, en ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Þeir festast á biðstofunni, þar sem þeir sveiflast á milli námskeiða fyrir atvinnulausa, vinnumats og kristallameðferða.

Í skotlínunni stendur svo sérfræðingurinn.


Hann reynir að hjálpa notendum en þarf á sama tíma að túlka kryptískar og mótsagnarkenndar skipanir frá kerfinu; hinum dularfulla, líkamslausa velferðardraugi. Óperan nær hámarki þegar sérfræðingurinn mótmælir kerfinu til að hjálpa ört fjölgandi notendum á biðstofunni. En mun uppreisnin leiða til breytinga?

Verið velkomin á biðstofuna. Takið númer.

Verkefnið er styrkt af Nordisk kulturråd, Nordisk ministerråd, Fritt Ord, Kulturdirektoratet, Bergsenstiftelsen, Dramatikerforbundet, Opera Trøndelag, Fond for lyd og bilde og Norrænu ráðherranefndinni. Hún er sett upp á Íslandi með styrk frá Tónlistarsjóði.



Miðasala

Þátttakendur

leikstjóri og leikskáld
mezzó-sópran
píanóleikari
sönghópur
klarinettleikari
tónskáld, básúnuleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar