Viðburðir

a18e4985fd89d2ab0fb7988014c9e81a

Óperukvöldverður í Iðnó - Così fan tutte

Iðnó · 26. okt / 27. okt
Óperukvöldverður í Iðnó - Così fan tutte eftir Mozart er fyrsta óperuuppfærsla Kammeróperunnar sem er nýstofnað tónlistarfélag á Íslandi. Sýningin býður upp á einstaka kvöldstund fyrir áheyrendur þar sem þau snæða þriggja rétta kvöldverð á vegum Iðnó og hlýða í leiðinni á skemmtilegan, frjálslegan en faglegan flutning á óperunni Così fan tutte. Óperan verður flutt í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn. Það er trú okkar að þegar óperuverk eru flutt á móðurmáli flestra áheyrenda og flytjenda að upplifun þeirra á verkinu verði áhrifameiri og ánægjulegri.Þegar áheyrendur mæta í Iðnó stíga þau inn í tímavél sem flytja þau til Reykjavíkur í byrjun 20. aldar. Flytjendur eru í hlutverkum staðarhaldara Iðnó, þjóna til borðs og leika í kringum áheyrendur sem njóta matar, drykkjar, söngs og hljóðfæraleiks fram eftir kvöldi. Létt andrúmsloft ríkir yfir söguþræði verksins en þótt dramtíkin sé vissulega til staðar þá er húmorinn rauður þráður í óperunni.Bjarni Thor Kristinsson leikstýrir sýningunni og Gísli Jóhann Grétarsson er hljómsveitarstjóri. Söngvarar eru Unnsteinn Árnason sem Guglielmo, Eggert Reginn Kjartansson sem Ferrando, Kristín Sveinsdóttir sem Dorabella, Lilja Guðmundsdóttir sem Fiordiligi, Jón Svavar Jósefsson sem Don Alfonso og Jóna G. Kolbrúnardóttir sem Despina.Kór - Nemendur Söngskólans í ReykjavíkLeikstjórn og þýðing yfir á íslensku – Bjarni Thor KristinssonUmsjón búninga og leikmuna – Unnur Sif Geirdal og Veronika Ómarsdóttir1.fiðla – Páll Palomares 2.fiðla – Helga Þóra Björgvinsdóttir Víóla – Hafrún Birna Björnsdóttir Selló – Hrafnkell Orri Egilsson Semball – Halldór Bjarki Arnarson Klarinett – Símon Karl Sigurðarson MelsteðHÚSIÐ OPNAR 18:15MIÐASALAKammeróperan er nýstofnað tónlistarfélag á Íslandi. Markmið Kammeróperunnar er að skapa vettvang fyrir smærri óperu verkefni, gera upplifun áhorfenda óformlegri en tíðkast hefur og óperu aðgengilegri. Kammeróperur eru starfandi víða um heim en þar eru settar á stokk þekkt og óþekkt óperustykki með smærra sniði en tíðkast í stærri óperuhúsum, flytjendur eru oft ungir og kammerhljómsveit leikur í stað hljómsveitar í fullri stærð.Stofnendur Kammeróperunnar eru Eggert Reginn Kjartansson tenór, Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Unnsteinn Árnason bassi.Þau byrjuðu ung að koma fram saman í Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og síðan lá leið þeirra allra til Vínarborgar í söngnám. Nú eru þau öll búsett hérlendis eftir nám og vilja þau taka virkan þátt í að efla óperulistformið á Íslandi.ÓperanCosì fan tutte er ein þekktasta og vinsælasta ópera hins mikla meistara Mozarts en hefur ekki verið flutt á Íslandi síðan 2008 af óperustúdíó Íslensku óperunnar. Óperan fjallar um tvo vini, Guglielmo og Ferrando sem fara í veðmál við Don Alfonso sem er eldri og þykist vitrari. Don Alfonso telur að allar konur séu ótrúar, eða allar konur eins (líkt og tiltillinn, Cosi fan tutte, gefur til kynna). Þeir ákveða að dulbúa sig og sanna það fyrir Don Alfonso að þeirra kærustur Fiordiligi og Dorabella séu vissulega trúar sama hvað. Þetta hefur í för með sér skemmtilega og fyndna atburðarás sem endar með ósköpum.
bach_web

Mattheus ungi

Grafarvogskirkja, Eldborg · 29. okt / 5. nóv
Mattheusarpassían er óratóría eftir Johann Sebastian Bach og eitt magnaðasta stórvirki tónbókmenntanna. Hann er talinn hafa skrifað 5 passíur en Mattheusarpassían er önnur tveggja sem varðveist hafa í heild sinni. Tónlistin er með því allrafegursta sem samið hefur verið og er því ómetanlegur menningarauður sem dýrmætt er fyrir hvern sem er að þekkja.Bach samdi óratóríuna árið 1727 fyrir einsöngvara, tvöfaldan kór og tvöfalda hljómsveit og því er hefðbundinn flutningur á því afar umfangsmikill. Texti passíunnar er tekinn úr 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls og ofnar við hugleiðingar um píslarsögu Jesú Krists eftir þýska skáldið Picander og þekkta lútherska sálma.Mattheus ungi er stutt leikræn aðlögun, unnin upp úr upprunalega verkinu með því markmiði að kynna verkið fyrir nýjum áheyrendahópum frá 8-9 ára aldri og leyfa þeim sem til þekkja að uppgötva verkið upp á nýtt.Í Mattheusi unga flytja 5 einsöngvarar, 3 hljóðfæraleikarar og kór og kórstjórnandi sum fegurstu brotin úr passíunni um leið og söguþráðurinn og verkið sjálft eru kynnt á aðgengilegan hátt í meðförum leikaranna tveggja.Leikgerðina gerði hollenski leikstjórinn Albert Hoex en Mattheusarpassían skipar sérstakan sess í hugum margra Hollendinga. Albert Hoex vann með íslensku flytjendunum að uppfærslunni. Flutningurinn tekur rétt rúma klukkustund.Íslenska þýðingu á leikgerðinni gerðu Anna Vala Ólafsdóttir og Salka Guðmundsdóttir.Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Kirkjusjóði og Tónlistarsjóði og í samstarfi við Grafarvogskirkju.MIÐASALAOrð frá leikstjóra uppfærslunnar, Albert HoexMatthesuarpassían eftir J.S Bach er ein af perlum tónbókmenntanna. Bach samdi passíuna árið 1727 sem óratoriu fyrir einsöngvara, tvöfaldan kór og tvöfalda hljómsveit við líbrettó eftir þýska ljóðskáldið Picander. Texti passíunnar er tekinn úr 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls og samanstendur af kórölum og aríum.Mattheus ungi er stutt, leikræn aðlögun að Mattheusarpassíu Bachs þar sem markmiðið er að kynna tónverkið fyrir nýjum áhorfendum; ungum jafnt sem öldnum. Tvær leikkonur segja söguna og fimm einsöngvarar, þrír hljóðfæraleikarar, kór og hljómsveitarstjóri flytja fallegustu kaflana úr verkinu.Mattheus Ungi (Matteus Junior) var upphaflega flutt í Hollandi árið 2017. Þar í landi er sterk hefð fyrir flutningi á Mattheusarpassíu Bachs. Á hverju ári eru fluttar hundruð sýninga og njóta þúsundir áhorfenda tónlistarinnar og sögunnar. En það var engin aðlögun til fyrir yngri og nýrri áhorfendur. Meginhugmynd framleiðenda Matteusar unga var að færa verkið til almennings þar sem nýir og eldri áhorfendahópar fá að njóta þessarar tónlistar og sögu. Bæði tónlistin og sagan eru tímalaus og eiga erindi til áhorfenda í dag. Með leikrænni aðlögun breyttist óratórían í óperu og því náði sagan og tónlistin enn nánari tengingu við almenning. Síðan 2017 hefur Mattheus ungi verið sýndur með góðum árangri í nokkrum borgum í Hollandi og nýir og ungir áhorfendur fengið að kynnast þessu stórkostlega listaverki.Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga stundaði nám í Hollandi og þökk sé hennar ástríðu fyrir Mattheusarpassíunni bauð hún okkur að taka þátt í Óperudögum með því markmiði að kynna verkið fyrir íslenskum áhorfendum.Þökk sé þessu boði er Matteus Junior nú orðinn að Mattheusi Unga og verður sýningin flutt í fyrsta skipti utan Hollands á Óperudögum. Íslenskir áhorfendur fá þann heiður að vera fyrstu áheyrendur utan Hollands til að njóta uppfærslunnar.
foto tix.jpg

Líf og dauði

Gamla bíó · 29. okt
Líf og dauði - Mexíkóskur matur og tónleikar í Gamla bíóiÍ einstakri veislu í Gamla bíói fer Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona yfir það í sögum og lögum hvernig hugmyndir „Dags hinna dauðu“ í Mexíkó gætu nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði.“Lifum brosandi til þess að deyja glöð” segja Mexíkanar. Það er löngu orðið heimsþekkt hvernig þeir gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum.Íslendingar hafa tekið hefðinni, “Degi hinna dauðu” fagnandi og á hverju ári skreytir fjöldi fólks sig og nýtur þess að stíga inn í annan hugarheim.Gestum býðst að gæða sér á sérhönnuðum fordrykk Don Julio, þriggja rétta máltíð í mexíkóskum stíl og njóta tónleika í framhaldi af því - eða mæta beint á tónleika.Áhorfendur eru sérstaklega hvattir til að klæða sig upp í tilefni dagsins en engin skylda þó.MIÐASALASöngkona og sögumaður: Svanlaug JóhannsdóttirMatseðill kvöldsinsFordrykkur: Sérhannaður kokteill í boði Don Julio TequilaForréttur: Laxa cevicheAðalréttur: Taco hlaðborðDessert: Tequila- og hvítsúkkulaðimús með ástaraldin geli.Ef um séróskir er að ræða í sambandi við mat eða sætaskipan þá hafa samband við gamlabio@gamlabio.isTónlistarstjóri: Guillaume HeurtebizeHljófæraleikarar: Eiríkur Rafn Stefánsson, Óttar Sæmundsen og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.Sviðshönnuður og skúlptúrar: Erla Lilliendahl Ljósahönnuður: Friðþjófur ÞorsteinssonHljóð: Friðfinnur SigurðssonLeikkonur: María Stefánsdóttir og Gulla BjarnadóttirPlakat: Eva Maria VadilloFantasíuförðun: Vera Líndal GuðnadóttirLjósmyndun: Þorri Líndal GuðnasonTónleikarnir eru hluti af Óperudögum
egg_webb

Harpa syngur - Lokahátíð 2022

Harpa · 5. nóv
Lokahátíð Óperudaga 2022Óperudögum í Reykjavík lýkur með pompi og prakt í Eldborg í Hörpu þann 5. nóvember. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði frá hádegi til kvölds.Hægt er að kaupa dagspassa sem gildir fyrir viðburðina kl. 13-19, kvöldpassa fyrir viðburðina frá kl. 18 og svo passa sem gildir bæði fyrir dag- og kvölddagskrá. Ókeypis er fyrir börn, 12 ára og yngri, á dagskrána frá klukkan 13-19 og þurfa þau ekki að mæta með miða.MIÐASALADagskrá:12:45 Söngkvartett eftir Ásbjörgu Jónsdóttur í Hörpuhorni13:00 Opnun lokahátíðar og fjölskyldudagskrá - Gradualekórinn flytur sænsk og íslensk ljóð fyrir barnakór við ljóð fyrir loftslagið eftir íslensk og norræn börn - söngkvartett syngur Plast er drasl og fleiri ljóð eftir Helga Rafn Ingvarsson. Eyjólfur Eyjólfsson, Ragnheiður Gröndal og börn úr Flóaskóla flytja tónlist á langspil í verkefninu Fab Lab-langspil.14:00 Síminn - ópera fyrir áhrifavalda - glæný útfærsla þessarar snörpu og skemmtilegu óperu um samband Ben við Lúsí - og símann hennar! Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir, Áslákur Ingvarsson og hljómsveit Óperudaga undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Höfundur: Gian Carlo Menotti, íslensk þýðing: Bragi Valdimar Skúlason. Leikstjóri: Pálína Jónsdóttir.Stutt hlé15:00 Mattheus ungi - Mattheus ungi er stutt leikræn aðlögun, unnin upp úr Mattheusarpassíu Bachs, með því markmiði að kynna verkið fyrir nýjum áheyrendum frá 8 ára aldri og leyfa þeim sem til þekkja að uppgötva verkið upp á nýtt. Tveir leikarar kynna söguþráðinn og fimm einsöngvarar, þrír hljóðfæraleikarar, kór og kórstjóri flytja suma fegurstu kaflana úr passíunni.Stutt hlé16:30 Úkraínsk söngstund - Nemendur úr Listaháskóla Íslands og Söngskóla Sigurðar Demetz flytja úkraínsk söngljóð í Eldborg, Hörpu og syngja mörg hver í fyrsta sinn á stóra sviðinu. Aðstoð við framburð fá þau frá einstaklingum úr úkraínskra samfélaginu á Íslandi.17:00 Kórastuð! -Horfðu á tónlistina! (Stefan Sand Groves, Thomas Hammel, Haukur Darri Hauksson)Vox FeminaeKYRJAKvennakórinn Katla18:00 Hvað syngur í stjórnandanum? - Sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur þrjú íslensk tónverk fyrir syngjandi stjórnanda með tólf manna kammersveit.19:00 Síminn - ópera fyrir áhrifavalda - eftir Gian Carlo Menotti í íslenskri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar og í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur. Hallveig Rúnarsdóttir og Áslákur Ingvarsson fara með hlutverk Lúsíar og Bens og hljómsveit Óperudaga leikur, undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.19:30 Hlé20:30 ÓPERUPARTÝ - Gestgjafi kvöldsins, Bjarni Thor Kristinsson, bassasöngvari, hristir óvænta og skemmtilega óperugjörninga og -senur fram úr erminni og nýtur liðsinnis sumra af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins.21:30 Hlé22:00 ÓPERUPARTÝ
opening

OPNUNARHÁTÍÐ 2022

Norræna húsið · 23. okt
Opnunarhátíð Óperudaga fer fram í Norræna húsinu þann 23. október frá klukkan 11:00-18:00 en boðið verður upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna.11:00 - Bárur - leikskólasýning12:30 - Bárur - leikskólasýning14:00 - Langspilssmiðja fyrir alla fjölskylduna með Eyjólfi Eyjólfssyni, söngvara og þjóðfræðingi16:00 - Opnun Óperudaga í sal Norræna hússinsBÁRURNiður sjávar og vatns er aðalþema þessa verks sem er samið fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en norræn goðafræði svífur einnig yfir vötnum. Sagan er sögð af tónskáldinu, Svöfu Þórhallsdóttur, sem leiðir börnin í ævintýraheim og notar hún söguna til að skapa aðstæður þar sem börnin fá að taka þátt. Tónlistin skapar draumkennt andrúmsloft og í samspili við börnin myndast rými, þar sem þau ná að fóta sig og upplifa ævintýrið á eigin skinni.LANGSPILSSMIÐJAÍ langspilssmiðjunni læra þátttakendur undistöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða að lokum flutt við langspilsleik þátttakenda.  Langspil og önnur kennslugögn verða til staðar fyrir þátttakendur smiðjunnar.OPNUNAllir eru velkomnir á opnun Óperudaga þar sem hátíðin framundan verður stuttlega kynnt af aðstandendum verkefnanna og nýr söngkvartett eftir Ásbjörgu Jónsdóttur við ljóð Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur verður frumfluttur. Léttar veitingar verða í boði frá Sono matseljum og skemmtileg Óperudagastemning mun svífa yfir vötnum!Allir velkomnir og ókeypis inn meðan húsrúm leyfir.
311024477_10158394359506086_8778340052860069159_n

Kórastuð!

Eldborg, Harpa · 5. nóv
Á Kórastuði á Lokahátíð Óperudaga gefst gestum tækifæri á að hlusta á þrjá ólíka kóra og heyra stutta kynningu á einstöku kórverkefni sem fór fram á hátíðinni.Stefan Sand Groves kynnir nýsköpunarverkefni sitt, Horfðu á tónlistina! fyrir áhorfendum og leyfir þeim að hlusta á tón- og mynddæmi frá verkefninu þar sem íslenskt táknmál var í forgrunni.Kvennakórinn Katla, Kyrja og Vox Feminae flytja því næst stutta kórsyrpu hver.MIÐASALAKvennakór­inn Katla var stofnaður árið 2012 og sam­an­stend­ur af 60 konum sem hitt­ast viku­lega og syngja sam­an undir stjórn kórstýranna Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Flestar konurnar eru á aldrinum 20-40 ára og koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að njóta söngs og sköpunar í skemmtilegum félagsskap. Með söng sín­um fá þær fólk til að gráta, hlæja, klappa og sann­fær­ast um að lífið sé gott. Kórinn syngur allskonar tónlist og fer ótroðnar slóðir í sköpun sinni. Allir kórmeðlimir eru virkir þátttakendur í sköpuninni og er reynt að finna það sérstaka í hverjum og einum og það nýtt til að gera samhljóm kórsins einstakan. Kórinn syngur bæði þjóðlög og popplög, íslensk og erlend en reynir að vera með feminíska slagsíðu í lagavali.. Kötlurnar syngja allt án undirleiks og nota líkamana mikið, klappa, stappa og hrópa og leggja mikið upp úr fallegri sjónrænni framkomu.Kyrja er nýr sönghópur úr Reykjavík sem samanstendur af söngvurum sem hafa sungið mikið saman í ólíkum hópum. Við erum á leiðinni í ferðalag en við vitum ekkert endilega hvert við stefnum, en okkur langar að bjóða ykkur að koma með og upplifa töfrana með okkur.Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður í Reykjavík árið 1993. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað en hún tók við kórnum í janúar 2019. Stofnandi kórsins og stjórnandi til ársloka 2018 er Margrét J. Pálmadóttir. Kórfélagar eru um 40 talsins frá 18 ára aldri.Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins, en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld. Vox feminae kemur reglulega fram við ýmis tækifæri og heldur árlega tónleika að hausti og vori.